Harris ætlar ekki að tjá sig að sinni

Kamilla Harris forsetaframbjóðandi.
Kamilla Harris forsetaframbjóðandi. AFP

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi demókrata, hyggst ekki tjá sig í kvöld að staðartíma í Bandaríkjunum.

CBS greinir frá.

Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, þykir líklegri til að hljóta aftur kjör til setu í Hvíta húsinu.

Hann er nú á leið á fjöldafund þar sem hann er talinn munu ávarpa stuðningsfólk sitt.

Úrslit kosninganna voru talin myndu ráðast í sveifluríkjunum sjö. Trump leiðir í öllum ríkjunum og hafa miðlar vestanhafs fullyrt að hann sé þegar búinn að tryggja sér kjörmenn Georgíu og Norður-Karólínu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka