Segir enga hættu steðja að almenningi

Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu.
Josh Shapiro, ríkisstjóri Pennsylvaníu. AFP/Saul Loeb

Ríkisstjóri Pennsylvaníu, Josh Shapiro, segir að ekki beri að taka sprengjuhótanirnar sem bárust kjörstöðum í dag alvarlega. Engin hætta steðji að almenningi.

Hann ræddi við blaðamenn stuttlega eftir að kjörstöðum var lokað í ríkinu.

„Á síðasta klukkutímanum hefur fjöldi sprengjuhótana borist kjörstöðum og byggingum hins opinbera vítt og breitt um Pennsylvaníu,“ sagði Shapiro og bætti við: „Hingað til hefur engin raunveruleg hætta skapast fyrir almenning.“

Yfirvöld í Arizona og Georgíu hafa einnig greint frá sprengjuhótunum sem bárust kjörstöðum í þeirra ríkjum.

Tekur tíma að telja rétt

Shapiro sagði þúsundir þjálfaðra sjálfboðaliða nú vinna að því að telja atkvæði í Pennsylvaníu.

Þá kvaðst hann vilja fullvissa alla þá sem fylgdust með kosningunum í Pennsylvaníu að hvert og eitt einasta löglega atkvæði yrði talið. Hann bað þó fólk um að sýna þolinmæði.

„Að telja milljónir atkvæða nákvæmlega tekur tíma. Við viljum gera þetta rétt,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka