Segir Pútín ekki ætla að óska Trump til hamingju

Trump og Pútín á samsettri mynd.
Trump og Pútín á samsettri mynd. AFP/Jim Watson og Emmanuel Dunand

Rússnesk stjórnvöld segjast ætla að dæma Donald Trump, sem hefur lýst yfir sigri í bandarísku forsetakosningunum, af verkum hans.

„Við munum draga ályktanir sem byggja á áþreifanlegum skrefum og áþreifanlegum orðum,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar.

Hann bætti við að hann „vissi ekki til þess að forsetinn ætlaði að óska Trump til hamingju með kosninguna“, vegna þess að Bandaríkin væru „óvinveitt land”. Átti Peskov þar við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert