Flugvél Qantas nauðlent í Sidney

Flugmönnum tókst að lenda vélinni án vandkvæða.
Flugmönnum tókst að lenda vélinni án vandkvæða. AFP/ David Gray

Nauðlenda þurfti flugvél ástralska flugfélagsins Qantas fyrr í dag á flugvellinum í Sydney í Ástralíu vegna bilunar í hreyfli. Við lendinguna kviknaði eldur í grasflöt við flugbrautina en aflýsa þurfti 11 flugferðum í kjölfarið. AFP-fréttastofan greinir frá.

Vélin, sem er af gerðinni Boeing 737, var á leið til Brisbane en bilunin kom í ljós við flugtak. Eftir að tilkynnt hafði verið um bilunina hringsólaði vélin í skamman tíma yfir flugvellinum áður en henni var lent. Enginn slys urðu á fólki og ákaft var fagnað eftir lendingu.

Eldur kviknaði í grasflöt við flugvöllin við lendinguna.
Eldur kviknaði í grasflöt við flugvöllin við lendinguna. AFP/David Gray

Farþegar heyrðu háan hvell

Flugvirkjar hafa gert bráðabirgðarannsókn á vélinni og staðfest bilun í hreyfli en atvikið verður rannsakað enn frekar, að sögn talsmanns Qantas.

Farþegar um borð hafa lýst háum hvelli, en þó án sprengingar. Flugmaðurinn hafi svo komið aftur í farþegarýmið og sagt farþegum að vandræði hefðu verið með hægri hreyfilinn við flugtak.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka