Segir Trump og Pútín ekki hafa rætt saman

Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Donald Trump, tilvonandi forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlar, segir að frétt Washington Post um að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, og Vladimír Pútin Rússlandsforseti, hafi rætt saman í síðustu viku eftir að Trump bar sigur úr býtum í forsetakosningunum sé röng.

Washington Post greindi frá því í gær að Trump hefði rætt við Pútín í síma á fimmtudaginn. Var hann sagður hafa varað Pútín við frekari stigmögnun átaka í Úkraínu og minnt um leið á talsverðan herafla Bandaríkjamanna í Evrópu.

Peskov sagði við fjölmiðla í morgun að frétt Washington Post væri einfaldlega röng og neitaði því að samtal Trumps og Pútsíns hefði átt sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert