Ashley Paul Griffith, ástralskur maður sem er fyrrverandi umönnunaraðili barna og hefur verið kallaður einn versti barnaníðingur Ástralíu, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að nauðga og misnota tæplega 70 stúlkur kynferðislega.
BBC greinir frá. Griffith, sem er 47 ára, játaði á sig 307 brot sem framin voru á barnagæslustöðvum í ástralska fylkinu Queensland og erlendis á árunum 2003 til 2022. Fórnarlömb hans voru á aldrinum eins til sjö ára.
Honum er gefið að sök að hafa meðal annars nauðgað og kynferðislega brotið á tugi ungra stelpna sem voru í hans umsjá og flestar voru þær undir 12 ára að aldri þegar brotin voru framin.
Dómari fyrirskipaði að Griffith ætti að vera í fangelsi að í minnsta kosti 27 ár án skilorðs en hann var fyrst handtekinn í ágúst 2022 af áströlsku alríkislögreglunni og ári síðar var hann ákærður fyrir meira en 1.600 kynferðisbrot gegn börnum.
Rannsakendur fundu þúsundir ljósmynda og myndskeiða af misnotkun hans, sem hann hafði tekið upp og geymt á netinu. Hann játaði sig sekan um 28 ákærur um nauðgun, tæplega 200 ákærur sem tengjast ósæmilegri meðferð á börnum og nokkrar tengdar gerð og miðlun barnamisnotkunarefnis.