Fresta bensínbílabanni í miðbæ Stokkhólms

Yfirvöld í Stokkhólmi hafa stefnt að því að borgin verði …
Yfirvöld í Stokkhólmi hafa stefnt að því að borgin verði sú fyrsta sem setur bann á bíla með brunahreyfli. Ljósmynd/Unsplash

Banni við notkun ökutækja með brunahreyfli hefur verið frestað í miðborg Stokkhólms í Svíþjóð. Til stóð að setja bann á ökutæki með brunahreyfli í um 20 hverfum borgarinnar eftir rúman mánuð eða 31. desember. 

Ákvörðunin um að fresta þessu var vegna kæra sem eru til meðferðar hjá sýslumanni frá fimm fyrirtækjum sem telja þessi áform skerða rekstur sinn og skaða miðbæ Stokkhólms.

Þau hafa óskað eftir því að þessum áformum verði frestað eða þau dregin til baka.

Stokkhólmur hefur stefnt að því að vera fyrsta borg í heimi til þess að taka upp þetta fyrirkomulag. Að sögn Lars Strömgren, aðstoðarborgarstjóra borgarinnar í samgöngu- og umhverfismálum, er markmiðið með banninu að auka loftgæði, minnka hávaða og skapa hvata fyrir samgöngufyrirtæki í borginni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert