Kona í Bretlandi mun vera dregin fyrir dóm og gæti átt yfir höfði sér 330 þúsund króna sekt, þar sem það tók hana lengur en fimm mínútur að borga í stöðumæli.
Konan, sem heiti Rosey Hudson, segir við breska ríkisútvarpið að hún hafi ekki getað greitt fyrir bílastæði í Derby vegna slæms símasambands.
Hún gekk um til að finna betri tengingu og borgaði síðan allt gjaldið hvert sinn sem hún lagði bílnum sínum á stæðinu, en þrátt fyrir það sendi fyrirtækið Excel Parking henni 10 aðvaranir.
Í samtali við BBC segja talsmenn Excel Parking að Hudson hafi brotið gegn skilmálum fyrirtækisins og að hafi verið „sinnar eigin ógæfu smiður“.
Tveir þingmenn, Lola McEnvoy og Abtisam Mohamed, hafa áður skirfað til fyrirtækisins vegna áhyggna af því að fyrirtækið gæti verið ósanngjarnt í gjaldtöku sinni og sektum.
Hudson segir að fimm mínútna reglan sé „algjörlega óréttmæt“.
„Á á ekki börn en ég get ímyndað mér upptekna mömmu að reyna að sjá um börnin sín og borga fyrir eitthvað á meðan það er ekkert samband hérna og vélin er biluð,“ segir hún.