Þrír fjallgöngumenn taldir af

Cook-fjallið er það hæsta á Nýja-Sjálandi.
Cook-fjallið er það hæsta á Nýja-Sjálandi. AFP

Talið er að þrír fjallgöngumenn sem hefur verið saknað af hæsta fjalli Nýja-Sjálands hafi hrapað til bana að sögn lögreglunnar á Nýja-Sjálandi.

Tveir mannanna eru bandarískir og einn Kanadamaður en þeirra hefur verið saknað frá því á mánudaginn eftir að hafa ekki skilað sér eftir klifur á Cook-fjalli sem er rúmlega 3.700 metra hátt.

„Við trúum því ekki að mennirnir hafi komist lífs af. Við teljum að þeir hafi hrapað,“ segir lögreglustjórinn Vicki Walker.

Stöðva þurfti leitina að mönnunum í þrjá daga vegna veðurs en í dag voru veðuraðstæður betri og hægt var að senda leitarþyrlu og dróna á fjalllendið. Leitarmenn höfðu áður fundið meðal annars jakka og ísöxi sem lögreglan telur að hafi tilheyrt fjallgöngumönnunum. Upptökur úr drónum sýndu einnig fótspor yfir hlíðarnar undir Zurbriggen-hrygg fjallsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka