Vilhjálmur og Selenskí á gestalistanum

Vilhjálmur Bretaprins.
Vilhjálmur Bretaprins. AFP/Justin Tallis

Vilhjálmur Bretaprins og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hafa bæst við gestalistann vegna opnunarhátíðar Notre Dame-kirkjunnar í París á morgun.

Búist er við því að Selenskí muni nýta tækifærið og ræða við Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseta, sem verður einnig viðstaddur hátíðina.

Þeir tveir hafa ekki hist augliti til auglitis síðan Trump var kjörinn forseti.

Selenskí minnist fallinna hermanna.
Selenskí minnist fallinna hermanna. AFP

Trump hefur heitið því að koma á friði í stríðinu og meira að segja lýst því yfir að hann geti gert það á einum degi.  

Vopn frá Bandaríkjunum hafa m.a. verið notuð af Úkraínumönnum í stríðinu gegn rússneskum hersveitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert