Að minnsta kosti þrír eru látnir eftir að fjölbýlishús hrundi að hluta til í morgun eftir eld og sprengingu í borginni Haag í Hollandi.
Talið er að litlar líkur séu á að fleiri finnist lifandi undir rústunum en þrír voru fluttir særðir á sjúkrahús í dag.
Jan van Zanen borgarstjóri Haag, tjáði sig við fjölmiðla fyrr í dag þar sem hann sagði það óljóst hve margir væru undir rústunum en að raunin væri sú að litlar líkur væru á að þeir myndu lifa af.
Þó tók hann fram að viðbragðsaðilar væru enn að verki á staðnum en sagði þó borgarstjórinn að það sem byrjaði sem björgunaraðgerð væri nú orðin að aðgerð sem snerist um að ná látnum manneskjum úr rústunum.
„Við erum að búast við því versta.“
Borgarstjórinn neitaði að geta sér til um fjölda þeirra sem gætu verið grafnir undir rústunum en tók fram að aðgerðir viðbragðsaðila myndu taka langan tíma.
Þá tjáði hann sig ekki um hver möguleg orsök sprengingarinnar gæti hafa verið og sagði rannsóknarlögreglumenn vera á staðnum til að rannsaka hvað hafi gerst.