Opnunarhátíð Notre Dame dómkirkjunnar í París var haldin í dag. Meðal gesta á hátíðinni voru Donald Trump, verðandi Bandaríkjaforseti, Vilhjálmur Bretaprins og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Í apríl árið 2019 kviknaði í kirkjunni en viðgerðir hafa staðið yfir síðustu ár.