Tugir létust í árekstri á Fílabeinsströndinni

Í síðasta mánuði fórust 20 manns þegar rúta brann eftir …
Í síðasta mánuði fórust 20 manns þegar rúta brann eftir árekstur. AFP

Að minnsta kosti 26 létust og tugir slösuðust í árekstri tveggja smárúta á vesturhluta Fílabeinsstrandarinnar í gær að sögn samgönguráðuneyti landsins.

Yfirvöld greina frá því að 26 séu látnir og 28 hafi slasast en rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.

Banaslys í umferðinni á Fílabeinsströndinni eru tíð vegna lélegs ástands margra vega og ökutækja og vegna ökumanna sem hafa ekki staðist bílpróf.

Í síðasta mánuði létu 20 manns lífið í sambærilegu árekstri í borginni Gagnoa og í september fórust 13 manns þegar fólksbíll og tankbíll rákust saman í norðurhluta landsins. Að meðaltali láta á milli 1000-1.500 manns lífið í umferðarslysum á ári hverju á Fílabeinsströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert