Útgöngubann í Damaskus

Uppreisnarhópurinn hefur boðað útgöngubann í Damaskus.
Uppreisnarhópurinn hefur boðað útgöngubann í Damaskus. AFP

Sýrlenski uppreisnarhópurinn Hayat Tahrir al-Sham hefur boðað útgöngubann í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag og fram á morgun.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu uppreisnarhópsins.

Útgöngubannið hefst klukkan 16 í dag og því á að ljúka klukkan 5 að morgni til á morgun.

Ljósmynd af Bash­ar al-Assad Sýrlandsforseta.
Ljósmynd af Bash­ar al-Assad Sýrlandsforseta. AFP

Fyrr í dag var greint frá því að uppreisnarhópurinn hefði náð völdum í höfuðborginni Damaskus. Þá liggi ekki fyrir hvar Bashar al-Assad Sýrlandsforseti haldi sig.

Uppreisnarhópurinn hefur gefið út yfirlýsingu um að hann hafi steypt Assad af stóli og segist ætla að frelsa einstaklinga sem voru ranglega fangelsaðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert