Eldgos hófst á Filippseyjum í morgun

Skjáskot sem AFP tók af Facebook-síðu Dianne Paula Abendan sem …
Skjáskot sem AFP tók af Facebook-síðu Dianne Paula Abendan sem sýnir eldgosið frá þorpinu Biak na Bato. AFP

Eldgos hófst á Filippseyjum í morgun og steig stórt og mikið öskuský til himins. Stjórnvöld í landinu hafa hvatt íbúa í nærliggjandi þorpum til að yfirgefa heimili sín.

Eldfjallið Kanlaon á eyjunni Negros er eitt af 24 virkum eldfjöllum á Filippseyjum.

Eldgosið hófst um sjöleytið í morgun, að því er kom fram í tilkynningu frá Eldgosa- og jarðskjálftastofnun Filippseyja.

Þar eru allir sem eru í sex kílómetra radíus frá tindi eldfjallsins hvattir til að yfirgefa heimili sín.

Eldfjallið Kanlaon á Filippseyjum.
Eldfjallið Kanlaon á Filippseyjum. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert