Forstjóri FBI segir af sér í ljósi endurkjörs Trumps

Christopher A. Wray, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar.
Christopher A. Wray, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar. AFP/Win McNamee

Christopher A. Wray, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar (FBI), tjáði starfsmönnum sínum í dag að hann ætlaði að hætta störfum í janúar en þá tekur Donald Trump aftur við forsetaembættinu.

Bandaríska dagblaðið New York Times hefur þetta eftir heimildamönnum sínum.

Donald Trump sagði í nóvember að hann hygðist skipta Wray út fyrir Kash Patel, en Wray á samkvæmt samningi enn eftir tvö ár af starfstímabili sínu. Patel hef­ur op­in­ber­lega heitið því að elta uppi gagn­rýn­end­ur Trumps.

Alríkislögreglan hefur ítrekað rannsakað Trump, þar á meðal með húsleit á heimilinu hans í Mar-a-Lago árið 2022. Auk þess hefur hún rannsakað tilraunir Trump til að snúa við niðurstöðum forsetakosninganna 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert