Á þriðja tug manna lést eftir árás Ísraelsmanna

Palestínskir ​​björgunarmenn Rauða hálfmánans bera fórnarlamb árásar Ísraelshers inn á …
Palestínskir ​​björgunarmenn Rauða hálfmánans bera fórnarlamb árásar Ísraelshers inn á Nasser-sjúkrahúsið í Khan Yunis á suðurhluta Gasa. AFP

Almannavarnir í Gasa segir að árás Ísraela á Gasaborg í nótt hafi drepið 21 manns, þar á meðal nokkur börn, en árásin var gerð nokkrum klukkustundum eftir að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hvatti til vopnahlés.

Talsmenn almannavarna segir að að ísraelskar orrustuþotur hafi skotið á tvö heimili nálægt Nuseirat-flóttamannabúðunum og á íbúðarhús í Gasaborg.

Þeir segja að fimmtán hafi látist, þar af að minnsta kosti sex börn, og sautján hafi særst í flóttamannabúðunum en lík sex annarra sem létust í árás á íbúðarhús í Gasaborg voru flutt á sjúkrahús ásamt mörgum særðum.

Árás Ísraela á Gasa hefur kostað tugþúsundir manna lífið og lagt strandsvæðið í rúst á þeim rúmu 14 mánuðum sem liðnir eru frá því að árás Hamas-samtakanna á suðurhluta Ísraels kom stríðinu af stað.

Í nýjustu diplómatísku tilrauninni til að binda enda á stríðið samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær ályktun þar sem farið er fram á tafarlaust og skilyrðislaust vopnahlé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert