Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, segist gríðarlega mótfallinn því að Úkraína skjóti langdrægum eldflaugum inn í Rússland.
„Ég er ákaflega mótfallinn því að skjóta langdrægum eldflaugum hundruð kílómetra inn í Rússland. Af hverju erum við að þessu?“ sagði Trump.
Joe Biden Bandaríkjaforseti heimilaði notkun Úkraínuhers á öflugum langdrægum eldflaugum, , ATACMS-vopnakerfinu, í nóvember.
Kveðst Trump vilja ná samkomulagi um að binda enda á stríðið, en hann hefur gert athugasemdir við það hversu mikið það hefur kostað bandaríska ríkið að styðja við Úkraínu.
Úkraínuher skaut langdrægum eldflaugum á rússneskan herflugvöll í gær. Rússar hafa heitið hefndum.