Leyniþjónusta úkraínska hersins segir að úkraínskir hermenn hafi drepið eða sært að minnsta kosti 30 norðurkóreska hermenn sem Rússar höfðu sent til Kúrsk-héraðs í vesturhluta landsins.
Þúsundir hermanna frá Norður-Kóreu hafa bæst í hóp rússneska hermanna í stríðinu gegn Úkraínu, þar á meðal landamærasvæðinu í Kúrsk þar sem Rússar hafa afturkallað landsvæði eftir sókn úkraínskra hersveita í sumar.
„Þann 14. og 15. desember urðu hersveitir frá Norður-Kóreu Kóreu fyrir miklu tjóni nálægt þorpunum Plekhóvó, Vorosjba, Martínovka í Kúrsk-héraði í Rússlandi. Að minnsta kosti 30 hermenn voru drepnir og særðir,“ segir í yfirlýsingu frá úkraínsku leyniþjónustunni.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sagði í síðasta mánuði að 11.000 norðurkóreskir hermenn væru í Vestur-Kúrsk-héraði en Rússland og Norður-Kórea hafa eflt til muna hernaðartengsl sín eftir innrás Rússa í Úkraínu.