Ríkisstjóri Bæjaralands, Markus Söder, segir útlit fyrir að manneskjan sem ók bíl á mannfjölda í München í morgun hafi gert það viljandi.
„Ég verð að segja að þetta lítur út fyrir að hafa verið árás,“ segir Söder við blaðamenn.
Ökumaðurinn var 24 ára hælisleitandi frá Afganistan.
Minnst 28 særðust í árásinni, þar á meðal börn.
Sumir eru alvarlega særðir og einhverjir eru með lífshættulega áverka. Engin dauðsföll hafa þó verið staðfest.
Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og segir talsmaður lögreglunnar að engin frekari ógn stafi af honum.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, harmar árásina. Segir hann að árásarmanninum verði refsað og að honum verði gert að yfirgefa landið.
A police spokesperson has said the person who drove a car into a group of people in Munich has been identified as a 24-year-old Afghan national.
— Sky News (@SkyNews) February 13, 2025
The premier of Bavaria added the incident is now a "suspected attack".https://t.co/Uo8vLJqRFy
📺 Sky 501, Virgin 602 and YouTube pic.twitter.com/HvnjmLON2W