Þrennt grunað um tvö manndráp

Mennirnir fundust látnir í bænum Piteå, vinsælum ferðamannastað í Norrbotten …
Mennirnir fundust látnir í bænum Piteå, vinsælum ferðamannastað í Norrbotten í Norðaustur-Svíþjóð. Skjáskot/Sjónvarpsfréttir SVT

Spænsk lögregla handtók í gær konu í kjölfar þess er Lindha Strömberg, saksóknari í Svíþjóð, hafði gefið út evrópska handtökutilskipun á hendur henni vegna gruns um tvö manndráp í Piteå í Norrbotten í Norðaustur-Svíþjóð föstudaginn 31. janúar.

Þá fundust tveir menn á sjötugsaldri látnir í einbýlishúsi þar í bænum og báru lík þeirra stunguáverka.

Fljótlega féll grunur á konuna auk tveggja manna, en annar þeirra var handtekinn skömmu eftir líkfundinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fékk lögregla hin tvö grunuðu úrskurðuð í gæsluvarðhald fyrir héraðsdómi á mánudaginn og voru þau úrskurðuð að þeim fjarstöddum.

Miðbærinn í Piteå að sumarlagi, í sveitarfélaginu öllu búa rúmlega …
Miðbærinn í Piteå að sumarlagi, í sveitarfélaginu öllu búa rúmlega 40.000 manns. Íbúi í nágrenni við vettvang afbrotsins segir við SVT að rólegt sé yfir staðnum og ónotakennd fylgi því að tveir menn hafi verið myrtir þar. Ljósmynd/Wikipedia.org/Maria Fäldt

Samkomulag sem allir sættust á

Á meðan konan sem handtekin var í gær lék lausum hala ritaði hún fjölda yfirlýsinga um drápin á samfélagsmiðla og sór þar af sér verknaðinn. Var þetta meðal annars þar í:

Við höfðum gert með okkur helvítis samkomulag sem allir voru sáttir við. Enginn bjóst við að einhver djöfuls manneskja í ójafnvægi færi að klúðra þessu eftir það (sæ. Vi hade en jävla överenskommelse som alla var okej med. Ingen visste att någon labil jävla människa skulle fucka ur efter det.)

„Hún hefur skrifað mikið og þetta er hennar útgáfa. Þetta er ekkert sem ég tek sem sönnun,“ segir Strömberg saksóknari í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT og bætir því við að nú fari í hönd það ferli að fá grunuðu framselda frá Spáni. „Ég hugsa að það taki minnst viku,“ segir hún.

SVT

SVT-II (síðari gæsluvarðhaldsúrskurðurinn)

Smålandsposten (læst áskriftargrein)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert