Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur stofnað orkuráð (e. National Energy Dominance Council) í þeirri von að vinna gervigreindarkapphlaupið við Kína með meiri raforkuframleiðslu.
„Bandaríkin eru í gervigreindarkapphlaupi við Kína. Eina leiðin til að vinna er með meira rafmagni,“ sagði Doug Burgum innanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mun ráðið samstilla orkustefnu alríkisstofnana og hagræða leyfisveitingu, framleiðslu og dreifingu ýmissa orkuauðlinda.
Markmiðið er að vinna gegn möguleikanum á hækkandi kostnaði vegna tollastríðs Trumps, sem leitt gæti til hækkunar á orkuverði.
Þessi ákvörðun forsetans er í takt við kosningaloforð hans, að auka innlenda olíu- og gasframleiðslu og snúa við öllum áhyggjum Biden-stjórnarinnar um kolefnislosun eða áhrif á loftslagsbreytingar.
Raforkukröfur gervigreindarinnar leggja mikið álag á raforkuveitur landsins, sem hafa versnað vegna gamalla kjarnorkuvera sem tekin hafa verið úr umferð.
Embættismenn búast við því að árið 2028 muni tæknifyrirtæki þurfa allt að fimm gígavött til að þjálfa gervigreindarforrit. Er það næg orka til að knýja um það bil fimm milljónir heimila.