Þrír Ísraelsmenn voru látnir lausir úr haldi hryðjuverkasamtakanna Hamas í morgun. Þeir höfðu verið í haldi þeirra frá því að Hamas-samtökin réðust inn í Ísrael 7. október 2023.
Rauði krossinn flutti mennina, sem eru 29, 36 og 46 ára gamlir, frá Khan Younis til Ísraels þar sem ísraelski herinn tók við þeim, en þetta eru sjöttu fanga- og gíslaskipti Hamas og Ísraels frá því vopnahlé tók gildi 19. janúar.
Síðar í dag verður 369 Palestínumönnum sem verið hafa verið í fangelsi í Ísrael sleppt. Meðal þeirra eru nokkrir sem hlutu lífstíðardóm fyrir árásir gegn Ísrael en flestir voru handteknir í stríðinu og haldið án dóms og laga.
Skrifstofa Benjamíns Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar endurkomu gíslanna þriggja.
Þar segir að stjórnvöld haldi áfram að vinna með Bandaríkjunum til að tryggja lausn þeirra sem enn eru í haldi á Gasa.
Samkvæmt vopahléssamningi Ísraels og Hams, ber Hamas að sleppa 33 gíslum á fyrstu 42 dögum vopnahlésins. Aftur á móti verða Ísraelsmenn að sleppa 1.900 fögnum úr ísraelskum fangelsum.
Three Israeli hostages: 29-year-old Sasha Troufanov, 36-year-old Sagui Dekel Chen, and 46-year-old lair Horn are seen after 498 days in Gaza. pic.twitter.com/toaIgmXWIP
— Noa Tishby (@noatishby) February 15, 2025