Hundrað þúsund án hita eftir drónaárás Rússa

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti segir að 100 þúsund manns séu án hita í borginni Mykolaiv í suðurhluta landsins eftir árás Rússa á mikilvæga innviði.

Úkraínskir embættismenn höfðu áður sagt að rússneskir drónar hefðu hafnað á varmaorkuveri.

„Í dag eru meira en 100.000 manns í Mykolaiv án hita vegna árásar Rússa á mikilvæga innviði borgarinnar,“ segir Selenskí.

Selenskí segir að árásin sé sönnun þess að Rússar vilji ekki frið en hann hefur varað vestræna leiðtoga við að treysta rússneskum stjórnvöldum.

Hann kallar eftir sterkum viðbrögðum vestrænna bandamanna og segir að þvinga þurfi Rússa til friðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert