Tveir lögreglumenn voru drepnir og einn er særður eftir loftárás Ísraelsmanna skammt frá borginni Rafah í suðurhluta Gasa í morgun.
„Tveir lögreglumenn voru myrtir og einn er særðist alvarlega eftir loftárás Ísraelshers sem beindist að þeim meðan þeir voru að tryggja aðstoð á Al-Shouka svæðinu, austur af Rafah í morgun,“ segir í yfirlýsingu innanríkisráðuneyti Hamas.
Ísraelski herinn segir að flugherinn hafi gert loftárás á Gasa sem hafi beinst að vopnuðum einstaklingum.
Vopnahlé Ísraels og Hamas-samtakanna tók gildi 19. janúar og hefur að það að mestu leyti haldið en hefur þó verið brothætt á köflum.
Sjöttu fanga- og gíslaskipt Ísraels og Hamas voru í gær. Þá var þremur ísraelskum gíslum sleppt og 369 Palestínumenn voru látnir lausir úr ísraelskum fangelsum.
Frá því vopnahléið tók gildi hafa Hamas-samtökin sleppt 21 gísl úr haldi og Ísraelsmenn hafa sleppt 730 Palestínumönnum úr haldi. Talið er að 73 Ísraelsmenn séu enn í haldi Hamas-samtakanna og er talið að um helmingur þeirra sé látinn.