Duterte handtekinn fyrir glæpi gegn mannkyni

Rodrigo Duterte.
Rodrigo Duterte. AFP

Rodrigo Duterte, fyrrverandi forseti Filippseyja, var handtekinn í Manila í gær af lögreglu eftir að Alþjóða sakamáladómstóllinn gaf út handtöluskipun á hendur honum.

Duterte, sem 79 ára gamall, er sakaður um glæpi gegn mankyninu. Hann var handtekinn á flugvellinum í höfuðborginni Manila.

Duterte gegndi embætti forseta Filippseyja á árunum 2016 til 2022 en Alþjóða sakamáladómstóllinn hefur rannsakað stríð Duterte gegn ólöglegum fíkniefnum í landinu í forsetatíð hans.

Að sögn filippseyskra stjórnvalda voru meira en 6.000 drepnir á tímabilinu án dóms og laga og mannréttindasamtök áætla hins vegar að fjöldinn sé töluvert meiri.

Duterte krafðist þess að fá að vita um grundvöll handtöku hans í myndbandi sem birt var á Instagram-reikningi yngstu dóttur hans, Veronicu, eftir að hann var handtekinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert