Gistu á götum úti og í bílum vegna ótta við frekari skjálfta

Skjálftinn fannst víða í Napólí.
Skjálftinn fannst víða í Napólí. AFP

Fjöldi fólks í og ​​við ítölsku borgina Napólí gisti á götum úti og í bílum sínum í nótt eftir að jarðskjálfti skók byggingar í nótt.

BBC greinir frá. Ítalski jarðskjálftafræðingar sögðu að skjálfti 4,4 að stærð hafi orðið klukkan 1.25 að staðartíma í nótt á um þriggja kílómetra dýpi. Rafmagn fór af hluta Napólí. Fólk yfirgaf heimili sín og safnaðist saman á götum Napólí vegna ótta um frekari skjálfta á svæðinu.

Í bænum Pozzuoli, skammt frá upptökum skjálftans, var einn slasaður dreginn upp úr rústum húss sem hrundi að hluta til. Skólar í bænum og í tveimur nálægðum hverfum eru lokaðir í dag.

Napólí situr á Phlegraean Fields, eldfjallasvæði sem gerir svæðið á Suður-Ítalíu viðkvæmt fyrir skjálftum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert