Einstakur fundur í Trollhättan

Þjóðminjavörður segir gripinn einstakan og slíkur skartgripur hafi aðeins verið …
Þjóðminjavörður segir gripinn einstakan og slíkur skartgripur hafi aðeins verið á færi allra voldugustu höfðingja járnaldar. Ljósmynd/Þjóðminjavörður Vestra-Gautlands

„Aðeins þeir allra voldugustu báru svona nokkuð,“ segir Niklas Ytterberg, þjóðminjavörður í Vestra-Gautlandi í Svíþjóð, í samtali við sænska ríkisútvarpið SVT um gullhálsband sem þar er fundið, í Trollhättan, og er talið vera um 2.000 ára gamalt, frá því á járnöld sem vísar til mismunandi tímabila í heiminum en í Skandinavíu telst járnöld tímabilið frá um það bil 500 fyrir Krists burð til ársins 1030 eftir Krist.

Skartgripur þessi er úr eðalmálmi sem frétt SVT tilgreinir ekki nánar og skreyttur gullþræði og fjölda gullhringa. Fannst hann á um það bil tveggja metra dýpi við jarðvinnuframkvæmdir í Trollhättan, um 75 kílómetra norður af Gautaborg.

Talið skandinavísk framleiðsla

Að sögn þjóðminjavarðar sveitarfélagsins er um algjörlega einstakan fund að ræða og ekki á færi annarra en auðugustu stórmenna járnaldar að hafa slíkar gersemar í fórum sínum.

Skartgripir svipaðrar gerðar hafa fundist í Bretland og Frakklandi, en sænskir fornleifafræðingar telja þann sem fannst í Trollhättan framleiddan í Skandinavíu.

SVT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert