Mótorhjólamaður lést eftir að hafa fallið ofan í holu

Frá vettvangi í Seúl.
Frá vettvangi í Seúl. AFP

33 ára gamall mótorhjólamaður lést eftir að hafa fallið ofan í 20 metra djúpa holu í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu í gær.

Stór hola opnaðist á fjölförnum gatnamótum í suðausturhluta borgarinnar klukkan 18.30 á staðartíma í gærkvöld og á myndböndum sem hefur víða verið dreift sést þegar mótorhjólið fellur ofan í holuna.

Það tók björgunarmenn tæpa 18 klukkustundir að finna mótorhjólamanninn þar sem meðal annars þurfti að dæla út vatni og grafa jarðveg frá götunni.

Ökumaður fólksbíls féll einnig ofan í holuna, sem er um 20 metrar á breidd og 20 metra djúp, en slapp með minniháttar meiðsl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert