107 námsmenn látnir lausir

Um er að ræða mestu óeirðir sem hafa átt sér …
Um er að ræða mestu óeirðir sem hafa átt sér stað í Tyrklandi í fjölda ára. AFP/Angelos TZORTZINIS

Tyrkneskir dómstólar fyrirskipuðu í dag að 107 námsmenn, sem handteknir voru í mótmælum í lok mars vegna handtöku Ekrem Imamogul, borgarstjóra Istanbúl, skyldu látnir lausir.

Tæplega 2.000 manns, þar af um 300 námsmenn, hafa verið handteknir í verstu óeirðum sem hafa orðið í Tyrklandi í mörg ár, vegna handtöku borgarstjórans þann 19. mars síðastliðinn.

Imamogul var hand­tek­inn vegna rann­sókn­ar á spill­ingu og mögu­legra tengsla hans við hryðju­verka­sam­tök, en hann hefur verið talinn sá leiðtogi Repúblikanaflokksins CHP sem, gæti sigrað núverandi forseta Tyrklands, Recep Tayyip Er­dog­an, í komandi forsetakosningum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert