Fulltrúi Trumps: Rússar fóru yfir öll velsæmismörk

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Keith Kellogg, sérstökum erindreka Trumps í …
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti ásamt Keith Kellogg, sérstökum erindreka Trumps í Kænugarði. AFP/Sergei Súpinskí

Árás Rússahers á Sumy í austurhluta Úkraínu í morgun fer yfir öll velsæmismörk, að sögn erindreka Trump-stjórnarinnar í Úkraínu.

Rúmlega 34 manns, þar á meðal tvö börn, eru að sögn látin eftir að Rússar gerðu eldflaugarás á Sumy í dag, pálmasunnudag. Þá eru hið minnsta 117 særðir, að sögn Kyiv Indipendent

Árásin hefur mætt þungum viðbrögðum frá evrópskum þjóðarleiðtogum og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sakar Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að hunsa vopnahléstillöguna sem Bandaríkin hafa lagt á borðið.

Árásin „röng“

Að sögn Keiths Kelloggs, sérstaks erindreka Donalds Trumps Bandaríkjaforseta í Úkraínu, fer árásin „yfir öll velsæmismörk“.  Hann skrifar á X að árásin sé „röng“.

Dmýtró Lýtvyn, samskiptaráðgjafi Selenskís Úkraínuforseta, svaraði færslu Kelloggs: „Finnst þér ekki tímabært að slá Moskvumúlasnann yfir nefið með 2x4 [battingi]?“ spyr Lýtvyn.

Auk þessa skrifar Katarina Mathernova, sendiherra Evrópusambandsins í Úkraínu, að árásin sé stríðsglæpur. 

Sumy er 30 kílómetrum frá rússneska Kúrsk-héraðinu og Rússar hafa oft gert árásir á svæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert