Banna gleðigönguna með stjórnarskrárviðauka

Frá gleðigöngunni í Búdapest á síðasta ári en ólíklegt er …
Frá gleðigöngunni í Búdapest á síðasta ári en ólíklegt er að gangan verði haldin í ár í ljósi nýrra laga landsins. AFP/Farenc Isza

Umdeildur viðauki við ungversku stjórnarskrána var samþykktur á þinginu þar í landi í dag sem bannar gleðigöngur í landinu.

Þingmenn Fidesz, stjórnarflokksins í Ungverjalandi, segja að gleðigöngur séu hættulegar börnum og að vernd barna sé mikilvægari en réttur fólks til að safnast saman. 

Með viðaukanum er það einnig fest í stjórnarskrá landsins að Ungverjaland viðurkenni aðeins tvö kyn, karl og konu. Yfirvöld segja þetta vera gert til að vernda líkamlegan, andlegan og siðferðislegan þroska barna. 

Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban, við atkvæðagreiðsluna á þinginu í dag.
Forsætisráðherra Ungverjalands, Viktor Orban, við atkvæðagreiðsluna á þinginu í dag. AFP/Attila Kisbenedek

Mikill meirihluti

Stjórnarskrárbreytingarnar voru samþykktar með miklum meirihluta atkvæða á þinginu. 140 þingmenn greiddu með breytingunum og 21 á móti.

Mótmælt var við þinghúsið á meðan atkvæði voru greidd.

Talsmenn gleðigöngunnar í Ungverjalandi segja að ef ríkisstjórnin geti bannað gleðigönguna sé ekkert sem meini henni að banna samkomur annarra hópa í landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert