Sendu mann ranglega úr landi: Fær ekki að snúa aftur

Forsetarnir hittust til fundar í Hvíta húsinu í dag.
Forsetarnir hittust til fundar í Hvíta húsinu í dag. AFP/Brendan Smialowski

Nayib Bukele, forseti El Salvador, sagði í dag að hann ætlaði ekki að senda til baka mann sem var vísað úr Bandaríkjunum vegna stjórnsýslumistaka. Kvaðst forsetinn ekki hafa heimild til þess að senda manninn til baka.

Bukele fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í dag.

Í kjölfar fundarins sagði Bukele við blaðamenn að hvorki hann né Trump væru skyldugir til að senda Kilmar Abrego Gracia, mann ættaðan frá El Salvador sem var ranglega sendur úr landi, aftur til Bandaríkjanna þrátt fyrir fyrirmæli Hæstaréttar Bandaríkjanna. 

Segja manninn hluta af glæpagengi

Hinn 29 ára Abrego Garcia bjó í Mary­land-ríki og var gift­ur banda­rísk­um rík­is­borg­ara. Hann hafði verið búsettur í Bandaríkjunum frá árinu 2011. Hann var ásamt 200 öðrum send­ur í al­ræmt fang­elsi í El Sal­vador í mars án málsmeðferðar, með vís­an til laga sem hafa sjald­an verið notuð.

Bukele hyggst ekki senda Abrego Garcia aftur til Bandaríkjanna: 

„Spurningin er fáránleg. Hvernig get ég smyglað hryðjuverkamanni inn í Bandaríkin?“ spurði forsetinn en stjórn Trumps hefur haldið því fram að Abrego Garcia sé hluti af alþjóðlegu glæpagengi sem nefnist MS-13.

Lögmenn Abregi Garcia hafa neitað því að hann sé hluti af glæpagengi og segja að bandarísk yfirvöld hafi ekki lagt fram neinar sannanir þess efnis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert