Trump: Hræðileg árás

Hulið lík fórnarlambs sem lést í eldflaugaárás Rússa á úkraínsku …
Hulið lík fórnarlambs sem lést í eldflaugaárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gær. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir eldflaugaárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gær hafa verið hræðilega en að minnsta kosti 34 féllu og yfir 100 manns særðust.

„Mér finnst þetta hræðilegt og mér var sagt að þeir hafi gert mistök. Ég held að allt stríð sé hræðilegt,“ sagði Trump við fréttamenn um borð í forsetaþotu sinni.

Spurður um skýringu hvað hann meinti með „mistök“ sagði Trump: „Þeir gerðu mistök. Þú þarft að spyrja þá,“ sagði hann án þess að tilgreina hvern eða hvað hann átti við.

Margir eiga um sárt að binda eftir árás Rússa en …
Margir eiga um sárt að binda eftir árás Rússa en að minnsta kosti 34 féllu í árásinni. AFP

Árás Rússa hefur mætt þungum viðbrögðum frá evrópskum leiðtogum og Volodimír Selenskí Úkraínuforseti sakar Vladimír Pútín Rússlandsforseta um að hunsa vopnahléstillöguna sem Bandaríkjamenn hafa lagt á borðið.

Hvorki Trump né Hvíta húsið nefndu Rússa sem gerendur árásarinnar þótt Marco Rubio utanríkisráðherra hafði áður vottað fórnarlömbum hryllilegrar eldflaugaárásar Rússa á Súmí samúð.

Selenskí hvatti Trump í gær til að heimsækja land sitt til að skilja betur þá eyðileggingu sem innrás Rússa olli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert