130 þúsund manns hafa vottað páfa virðingu sína

Útför Frans páfa fer fram í fyrramálið.
Útför Frans páfa fer fram í fyrramálið. AFP

Talsmenn Vatíkansins greindu frá því í dag að tæplega 130 þúsund manns hafi þegar vottað Frans páfa virðingu sína en kista hans hefur verið aðgengileg almenningi frá því hún var flutt í Péturskirkjuna á þriðjudaginn.

Páfinn verður lagður til hinstu hvílu í kirkju heilagrar Maríu í fyrramálið og er reiknað með að 250 þúsund manns verði við útför hans. Fjöldi þjóðarleiðtoga mun sækja útför páfans, þar á meðal Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.

Frans páfi lést úr heilablóðfalli á öðrum degi páska, 88 ára gamall.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert