AfD skilgreindur sem öfgahópur

Þjóðernisflokkurinn AfD hlaut næstmesta fylgið í síðustu þingkosningum Þýskalands. Á …
Þjóðernisflokkurinn AfD hlaut næstmesta fylgið í síðustu þingkosningum Þýskalands. Á myndinni má sjá Alice Weidel, leiðtoga flokksins. AFP

Þýska leyniþjónustan hefur skilgreint þjóðernisflokkinn AfD (Alternative für Deutschland) sem öfgahægrihóp.

Í tilkynningu frá stofnuninni kemur fram að flokkurinn vanvirði heila þjóðfélagshópa í Þýskalandi og brjóti gegn mannlegri reisn þeirra.

Jafnframt er bent á fjandsamlegt viðhorf flokksins gagnvart innflytjendum og múslimum.

Veitir auknar heimildir til þess að fylgjast með flokknum

Þetta er talið þungt högg fyrir flokkinn, en með skilgreiningunni fá yfirvöld auknar heimildir til þess að fylgjast með starfsemi hans t.a.m. með símahlerunum og notkun uppljóstrara.

Flokkurinn hlaut næstmesta fylgið í síðustu þingkosningum í Þýskalandi sem fóru fram í febrúar.

Var þá greint frá því að svokallaður eldveggur hefði verið myndaður af öðrum flokkum en AfD, þar sem þeir hefðu sammælst um að vinna ekki með flokknum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert