TikTok sektað um 77,5 milljarða

Höfuðstöðvar TikTok í Evrópu eru á Írlandi.
Höfuðstöðvar TikTok í Evrópu eru á Írlandi. AFP/Martin Bureau

Kínverski samfélagsmiðilinn TikTok hefur verið sektaður um 530 milljónir evra, eða um 77,5 milljarða íslenskra króna, fyrir að senda persónuupplýsingar Evrópubúa til Kína og fyrir að tryggja ekki að kínversk stjórnvöld hafi ekki aðgang að þeim. 

TikTok hefur viðurkennt að hafa hýst evrópsk gögn í Kína, samkvæmt persónuvernd Írlands. 

Höfuðstöðvar TikTok í Evrópu eru á Írlandi. Hafa írsk stjórnvöld því verið aðaleftirlitsaðili miðilsins í Evrópu. 

„TikTok tókst ekki að staðfesta, tryggja og sýna fram á að persónuupplýsingar (evrópskra) notenda, sem starfsfólk í Kína hafði aðgang að, nytu verndar sem samsvarar því sem þekkist innan ESB,“ var haft eftir Graham Doyle, forstjóra írsku persónuverndarinnar.

Þá sagði að miðillinn hafi ekki tekið á aðgengi kínverskra stjórnvalda að upplýsingunum. 

TikTok hefur sagst ætla áfrýja sektinni og hefur haldið því fram að „hafa aldrei fengið beiðni“ frá kínverskum yfirvöldum um evrópska notendur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert