Árás gerð nærri alþjóðaflugvellinum

Viðbragðsaðilar við hreinsunarstörf við flugvöllinn eftir árásina.
Viðbragðsaðilar við hreinsunarstörf við flugvöllinn eftir árásina. AFP

Ísraelsmenn greindu frá því í dag að eldflaug frá Jemen hefði hæft skotmark nærri aðalflugvelli landsins. Árásin leiddi til þess að flugumferð var stöðvuð um stund. Ísraelsmenn hafa hótað hefndaraðgerðum. 

Hútar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni og sögðu hana vera til stuðnings Palestínumönnum á Gasa. Í yfirlýsingu þeirra sagði að árásin hafi verið árangursrík. 

Lögregla greindi frá árásinni sem varð nærri Ben Gurion-alþjóðaflugvellinum í Tel Avív. Herinn gerði nokkrar tilraunir til að granda eldflauginni. 

Í myndskeiði sem ísraelska lögreglan birti sést gígur sem hafði myndast og í fjarska sást flugstjórnarturn flugvallarins. Óvíst er hvort eldflaugin eða loftvarnir Ísraelsmanna mynduðu gíginn. 

Blaðamenn AFP heyrðu sprengingar nærri Jerúsalem og flugvellinum í Tel Avív. Flugumferð er nú hafin á ný. 

Israel Katz varnarmálaráðherra hefur hótað hörðum viðbrögðum. „Hver sem ræðst á okkur, við munum ráðast á þá með sjö sinnum meiri krafti.“

Flugumferð er nú hafin á ný.
Flugumferð er nú hafin á ný. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert