Hútar heita fleiri árásum á flugvelli

Hútar hafa stundað árásir á almenna skipaflutninga í Rauðahafinu og …
Hútar hafa stundað árásir á almenna skipaflutninga í Rauðahafinu og á Ísrael í rúmlega ár. AFP/Muhammed Huwais

Upreisnarmenn Húta í Jemen hóta enn fleiri árásum á flugvelli í Ísrael í kjölfar flugskeytaárásar á alþjóðaflugvöll í Ísrael sem særði sex manns.

Hútar „munu gera árásir á [ísraelsku] flugvellina, sérstaklega þann í Lod [borg], sem kallast Ben Gurion,“ sagði í yfirlýsingu frá hershöfðingja hópsins, Yayha Saree.

Hútar gerðu árás á alþjóðaflugvöllinn Ben Gurion sem er í um 20 kílómetra fjarlægð frá Tel Avív. Í kjölfarið tilkynntu flugfélög eins og Lufthansa, British Airways og Air India að flugum til Tel Avív yrði frestað í nokkra dag.

Yahya Saree.
Yahya Saree. AFP/Mohammed Huwais

Ætla að svara Hútum og Íran

Hútar segja að vænta eigi frekari árása og hvöttu þeir flugfélög til að fresta öllum flugum þangað. Árasirnar eru gerðar að sögn Húta til að standa með Palestínumönnum. 

Klerkastjórnin í Íran styður Húta og Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagði á samfélagsmiðlum í dag að Ísrael myndi svara bæði Hútum og Íran.

„Árásir Húta koma frá Íran. Ísrael mun svara árás Húta á aðalflugvöll okkar og, á þeim tíma og stað sem við veljum, íranska hryðjuverkaherra þeirra.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert