Lufthansa aflýsir ferðum til Tel Avív

Flugferðum Lufthansa hefur verið aflýst fram á þriðjudag.
Flugferðum Lufthansa hefur verið aflýst fram á þriðjudag. AFP

Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst öllum ferðum félagsins til Tel Avív í Ísrael þar til á þriðjudag í kjölfar árásar nærri flugvellinum í morgun. 

Uppreisnarmenn Húta í Jemen gerðu árás á Ben Gurion-flugvöllinn í morgun. 

Lufthansa sagði í yfirlýsingu að ákvörðunin hafi verið tekin í ljósi „núverandi stöðu“. 

Uppfært kl. 12.07:

Indverska flugfélagið Air India hefur einnig aflýst öllum sínum ferðum til Tel Avív fram á þriðjudag vegna árásarinnar. 

Uppfært kl. 12.25:

Breska flugfélagið British Airways ætlar að aflýsa sínum flugferðum fram á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert