OpenAI ekki breytt í fyrirtæki í hagnaðarskyni

Sam Altman, forstjóri OpenAI, lét hafa eftir sér í dag …
Sam Altman, forstjóri OpenAI, lét hafa eftir sér í dag að fyrirtækið yrði áfram rekið sem sjálfseignarstofnun. AFP/Lionel Bonaventure

Bandarísku sjálfseignarstofnuninni OpenAI, sem stendur á bak við gervigreindartólið ChatGPT, verður ekki breytt í fyrirtæki í hagnaðarskyni eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.

Sam Altman, forstjóri OpenAI, lét hafa eftir sér í dag að fyrirtækið yrði áfram rekið sem sjálfseignarstofnun.

„Við tókum ákvörðunina í kjölfar samtala við leiðtoga og eftir viðræður við skrifstofur ríkissaksóknara í Kaliforníu og Delaware,“ er haft eftir Altman í tölvupósti til starfsfólks, sem einnig var birtur á vefsíðu OpenAI.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert