Sameiginleg yfirlýsing utanríkisráðherranna um Gasa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór

Utanríkisráðherrar Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar kalla eftir því í sameiginlegri yfirlýsingu að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum um að víkka út hernaðaraðgerðir sínar á Gasa og hafa þar varanlega viðveru.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að utanríkisráðherrar Utanríkisráðherrar þessara ríkja hafni öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru þær brot á alþjóðalögum.

Þá kalla ráðherrarnir eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla og fara fram á að Ísraelar heimili þegar í stað að matar- og neyðaraðstoð berist aftur inn á Gasa í samstarfi við og fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna og hjálparstofnana.

Yfirlýsing ráðherranna í heild sinni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert