Skapa hættu á „allsherjarstríði“

Tyrknesk yfirvöld hafa varað við mögulegu „allsherjarstríði“ milli Indlands og Pakistan eftir að Indland gerði eldflaugaárásir á Pakistan í gærkvöldi. Þýsk stjórnvöld hyggjast boða til neyðarfundar vegna stöðunnar.

Greint hefur verið frá því að 26 manns létust og 46 slösuðust í kjölfar árásanna, sem beindust að svæði í Kasmír-héraðinu sem er undir stjórn Pakistan.

Pakistan svaraði árásunum í nótt, og að minnsta kosti sjö indverskir ríkisborgarar hafa fallið í indverska hluta Kasmír-héraðs.

Indland og Pakistan hafa lengi átt í deilum vegna Kasmír-héraðs, …
Indland og Pakistan hafa lengi átt í deilum vegna Kasmír-héraðs, en árásirnar í gær og nótt eru alvarlegustu átökin milli ríkjanna í rúma tvo áratugi. AFP

Nauðsynlegt að koma í veg fyrir frekari stigmögnun

„Árásir Indlands í gærkvöldi skapa hættu á allsherjarstríði,“ segir í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Tyrklands. Þar kemur einnig fram að ráðuneytið fordæmi árásir sem beinast að óbreyttum borgurum og borgaralegum innviðum.

Nemendur tóku þátt í neyðarviðbragðsæfingu í Nýju-Delí í Indlandi í …
Nemendur tóku þátt í neyðarviðbragðsæfingu í Nýju-Delí í Indlandi í dag. Spenna á milli Indlands og Pakistan hefur aukist til muna. AFP

Þýsk stjórnvöld hafa einnig brugðist við atburðunum og telja nauðsynlegt að komið verði í veg fyrir frekari stigmögnun milli ríkjanna. Í yfirlýsingu frá þýska utanríkisráðuneytinu segir að boðað verði til neyðarfundar og að þýskir embættismenn séu í sambandi við bæði Indland og Pakistan.

Indland og Pakistan hafa lengi átt í deilum vegna Kasmír-héraðs, en árásirnar í gær og nótt eru alvarlegustu átökin milli ríkjanna í rúma tvo áratugi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert