Hvítur reykur berst: Nýr páfi

Kardínálar í Páfagarði eru búnir að velja nýjan páfa. Nú fyrir skömmu barst hvítur reykur úr strompi Sixtínsku kapellunnar. Gefur það til kynna að kardínálarnir hafi komið sér saman um það hver verður arftaki Frans páfa.

Á næstu klukkustund mun nýr páfi mæta á svalirnar við Péturstorg í Páfagarði og kemur þá í ljós hver var kjörinn.

Hvítur reykur liðast upp úr reykháfi Sixtínsku kapellunnar.
Hvítur reykur liðast upp úr reykháfi Sixtínsku kapellunnar. AFP/Andreas Solaro
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert