Öldur virðist lægja í tollastríðinu á Kyrrahafi

Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Jamieson Greer viðskiptaráðherra, ganga út …
Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Jamieson Greer viðskiptaráðherra, ganga út til fjölmiðla til að segja frá „umtalsverðum árangri“ fundarins með Kínverjum.

Fjármálaráðherra Bandaríkjanna segir umtalsverðan árangur hafa náðst í formlegum tollaviðræðum við Kína um helgina. Markmið viðræðnanna var að draga úr viðskiptaspennu ríkjanna sem snöggjókst þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti tollastríði á hendur Kínverjum.

„Ég er ánægður að geta greint frá því að við höfum náð umtalsverðum árangri milli Bandaríkjanna og Kína í þessum afar mikilvægu viðskiptaviðræðum,“ sagði Scott Bessent fjármálaráðherra við blaðamenn í Genf í Sviss í dag, en þar fóru viðræðurnar fram í dag og í gær.

Þetta var fyrsti form­legi fund­ur­inn milli þjóðanna síðan Banda­rík­in und­ir stjórn Don­alds Trump for­seta hækkuðu tolla á kín­versk­ar vör­ur í 145%, sem Kína svaraði með 125% toll­um á banda­rísk­ar vör­ur.

Ágreiningurinn „ekki eins mikill og kannski var talið“.

Bessent ekki við spurningum frá fjölmiðlum en lofaði að ítarleg skýrsla um niðurstöður viðræðnanna myndi birtast á morgun, mánudag.

Einnig tóku þátt í viðræðunum Jamieson Greer, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, og He Lifeng, varaforsætisráðherra Kína.

Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Jamieson Greer viðskiptaráðherra ávarpa fjölmiðla …
Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Jamieson Greer viðskiptaráðherra ávarpa fjölmiðla í Sviss fyrr í dag. AFP

Tjáði Greer fjölmiðlum í dag að ágreiningur Bandaríkjanna og Kína „væri ekki eins mikill og kannski var talið“.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig tjáð sig um viðræðurnar á miðli sínum Truth Social, þar sem hann segir þær hafa verið „mjög góðar“ og lýsir þeim jafnframt sem „algjörri endurstillingu sem um var samið á vingjarnlegan en uppbyggilegan hátt“.

Viðræðurn­ar fara fram á meðan bæði lönd­in glíma við efna­hags­leg­ar áskor­an­ir. Banda­rík­in hafa orðið fyr­ir sam­drætti í hag­kerf­inu, en Kína hef­ur reynt að örva hag­kerfið sitt, meðal ann­ars með lækk­un vaxta og lausa­fjárút­gáfu, til að bregðast við áhrif­um tolla­stríðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert