Selenskí mun bíða eftir Pútín í Istanbúl

„Ég mun bíða eftir Pútín í Tyrklandi á fimmtudag. Persónulega,“ …
„Ég mun bíða eftir Pútín í Tyrklandi á fimmtudag. Persónulega,“ skrifar Selenskí, sem þiggur fundarboð Rússa. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið fundarboð Rússa og segist tilbúinn að hitta Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Tyrklandi á fimmtudag til að ræða stríðslok í Úkraínu.

Úkraínuforsetinn skrifar þetta í færslu á X.

„Við bíðum eftir löngu og varanlegu vopnahlé, frá og með morgundeginum,“ skrifar Selenskí og bætir við að það sé tilgangslaust að halda „slátruninni“ áfram.

„Og ég mun bíða eftir Pútín í Tyrklandi á fimmtudag. Persónulega.“

Forsetinn segist vonast eftir að varanlegt vopnahlé á milli landanna hefjist á morgun, en í gær fékk forsetinn heimsókn frá Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti, Friedrich Merz kansl­ara Þýska­lands og Don­ald Tusk Pól­lands­for­seta. Saman hótuðu þeir Rússum með sam­hæfðum refsiaðgerðum ef þeir samþykktu ekki 30 daga vopna­hlé frá og með morgundeginum, mánu­degi.

Rússar gerðu lítið úr þrýstingi Evrópumanna, kölluðu hann „tilgangslausan“ en sögðust vilja hugsa málið í gegn.

Í ræðu sinni í Kreml í morg­un lagði Pútín til að bein­ar samn­ingaviðræður á milli Rúss­lands og Úkraínu yrðu haldn­ar í Ist­an­búl á næstu dög­um. Hann minnt­ist ekk­ert á vopnahléstillögu til­lögu Evrópuríkja um sem hæf­ist á morg­un. Frakklandsforseti sagði fyrirhugaðar viðræður væru „ekki nóg“.

Skömmu síðar birti Donald Trump Bandaríkjaforseti færslu á Truth social þar sem hann mælti með því við Úkraínumenn að samþykkja boð Rússa, sem Úkraínumenn virðast nú hafa gert – af færslu Selenskís að dæma.

Tyrk­land kveðst til­búið að hýsa viðræður milli ríkj­anna, að sögn Recep Tayyip Er­dog­an Tyrklandsforseta.

Rússar hafa enn ekki brugðist við færslu Selenskís.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert