Trump: Mögulega frábær dagur fyrir Rússland og Úkraínu

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að hann muni halda áfram að vinna með báðum aðilum til að binda enda á átökin í Úkraínu.

Þetta segir Trump í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, í kjölfar tillögu Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hann vilji beinar viðræður við Úkraínumenn og kröfu leiðtoga nokkurra Evrópuríka um vopnahlé.

„Mögulega frábær dagur fyrir Rússland og Úkraínu,“ skrifar Trump án þess að tilgreina hvað hann sé að vísa til.

„Hugsaðu um hundruð þúsunda mannslífa sem verður bjargað þegar þessu blóðbaði vonandi lýkur. Ég mun halda áfram að vinna með báðum aðilum til að tryggja að það gerist,“ skrifar Trump.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert