Leiðir ekki til vopnahlés eða lausnar fanga

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir enn harðari átök í undirbúningi …
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segir enn harðari átök í undirbúningi á Gasasvæðinu. AFP/Abir Sultan

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels útilokar að frelsun Edans Alexander, ísraelsk-bandarísks gísls sem er í haldi Hamas-hryðjuverkasamtakanna, leiði til vopnahlés á eða lausnar palestínskra fanga.

AFP-fréttaveitan greinir frá.

Til stendur að leysa Alexander úr haldi en hann er síðasti bandaríski ríkisborgarinn í haldi samtakanna, sem eru í beinum viðræðum við Bandaríkin í Doha í Katar um mögulegt vopnahlé.

Engin skuldbinding

Haft er eftir Netanjahú í tilkynningu í morgun að Ísrael hafi ekki skuldbundið sig til að gera neitt vopnahlé né til að leysa hryðjuverkamenn úr haldi.

Netanjahú segir að samningaviðræður um lausn þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas-samtakanna muni fara fram samhliða áframhaldandi árásum Ísraelshers á Gasasvæðið. Þá sagði hann enn harðari átök í undirbúningi.

Mahmud Bassal, talsmaður almannavarna á Gasaströndinni, sagði í samtali við AFP að minnst 10 manns hefðu látist í loftárásum Ísraela á skólabyggingu í borginni Jabalia í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert