Markaðir tóku kipp upp á við

Menn voru hæstánægðir á Wall Street.
Menn voru hæstánægðir á Wall Street. AFP/Timothy A. Clary

Virði hlutabréfa á mörkuðum vestanhafs hækkuðu verulega í dag í kjölfar þess að Bandaríkin og Kína tilkynntu um verulega lækkun tolla næstu 90 daga.

Dow Jones-vísitalan hækkaði um 1.160 punkta, eða um 2,8%, S&P 500 um 3,26% og Nasdaq um 4,35%.

Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal greinir frá. 

Banda­rísk og kín­versk yf­ir­völd til­kynntu í morg­un að þau hefðu náð sam­komu­lagi um að draga tíma­bundið úr þeim íþyngj­andi toll­um sem rík­in hafa lagt hvort á annað í til­raun til að draga úr viðskipta­stríði ríkj­anna sem hef­ur ógnað þess­um tveim­ur stærstu hag­kerf­um heims.

Tollarnir lækkaðir meira en gert var ráð fyrir

Í sam­eig­in­legri yf­ir­lýs­ingu ríkj­anna kem­ur fram að þau muni fresta himinháum toll­um í 90 daga til að skapa svig­rúm fyr­ir samn­ingaviðræður.

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu munu Banda­rík­in lækka toll á kín­versk­um inn­flutn­ingi niður í 30 pró­sent úr nú­ver­andi 145 pró­sent­um, á meðan Kína mun lækka inn­flutn­ings­gjöld sín á banda­rísk­um vör­um niður í 10 pró­sent úr 125 pró­sent­um.

Samkomulagið lækkaði tolla mun meira en margir á Wall Street bjuggust við og einn greinandi, Dan Ives frá Wedbush Securities, kallaði samninginn „bestu mögulegu niðurstöðu“ fyrir fjárfesta í samtali við Wall Street Journal.

Goldman Sachs lækkaði líkurnar á samdrætti í Bandaríkjunum úr 45% í 35% og hækkaði hagvaxtarspá sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert