Afnemur refsiaðgerðir gegn Sýrlandi

Trump tilkynnti þetta í heimsókn sinni í Sádí-Ar­ab­íu.
Trump tilkynnti þetta í heimsókn sinni í Sádí-Ar­ab­íu. AFP/Brandan Smialowski

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti fyrr í dag að hann hygðist láta af refsiaðgerðum gegn Sýrlandi. Stjórnvöld í Sýrlandi fagna ákvörðuninni.

Trump er staddur í Sádi-Arabíu í sinni fyrstu opinberu heim­sókn erlendis síðan hann tók við embætti á ný í janúar.

„Ég mun fyrirskipa að hætt verði við refsiaðgerðir gegn Sýrlandi til að gefa þeim tækifæri til að ná miklum árangri,“ sagði forsetinn í ræðu í dag.

Utanríkisráðuneyti Sýrlands fagnaði tilkynningu Trumps og kallaði hana „vendipunkt fyrir sýrlensku þjóðina.”

Fagnaðarlæti brutust út í Damaskus eftir að Trump tilkynnti um …
Fagnaðarlæti brutust út í Damaskus eftir að Trump tilkynnti um ákvörðun sína. AFP/Bakr Alkasem

Refsingarnar settar á tímum Assad

„Afnám þessara refsiaðgerða býður upp á mikilvægt tækifæri fyrir Sýrland til að sækjast eftir stöðugleika, sjálfbærni og marktækri enduruppbyggingu þjóðarinnar, undir forystu Sýrlands og fyrir sýrlensku þjóðina,“ sagði í yfirlýsingu sýrlenska utanríkisráðuneytisins.

Síðan að Bashar al-Assad var steypt af stóli í desember hafi nýju íslömsku stjórnvöldin í Sýrlandi hvatt vestræn ríki til að falla frá refsiaðgerðum, sem voru settar á laggirnar í Assad.

„Þessar refsiaðgerðir voru settar á fyrri stjórnvöld vegna glæpa sem þau frömdu, og þau stjórnvöld eru farin,“ sagði Ahmed al-Sharaa, forseti Sýrlands, á blaðamannafundi með Emmanuel Macron Frakklandsforseta í síðustu viku.

„Með því að fjarlægja stjórnvöldin þá ættu þessar refsiaðgerðir einnig að vera fjarlægðar. Það er engin réttlæting fyrir því að viðhalda refsiaðgerðunum,“ bætti hann við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert